Skip to product information
1 of 1

Costa di Bussia

Barolo DOCG Bussia Riserva 2019

Barolo DOCG Bussia Riserva 2019

Regular price 9.999 ISK
Regular price Sale price 9.999 ISK
Sale Sold out
Taxes included.
Allergen information
Country
Region

Barolo Bussia Riserva

Tíminn, hæðin og gæðin – Barolo með dýpt og þroska

Barolo Bussia Riserva frá Costa di Bussia er framleitt úr 100% Nebbiolo-þrúgum sem vaxa á hæstu svæðum vínekrunnar, á svokölluðu Bricco-svæði. Þetta eru þrúgur sem njóta kjöraðstæðna: há sólarbirta, stöðug loftun sem kemur í veg fyrir raka og sveppamyndun, og léttur, steinefnaríkur jarðvegur sem styrkir fínleika og byggingu vínsins.


Hvað þýðir Riserva?

Í ítölsku vínlöggjöfinni merkir Riserva að vínið hafi fengið lengri þroskun bæði á tunnum og í flösku – oftast að lágmarki 5 ár fyrir Barolo. Það gefur til kynna hærri gæði, meiri dýpt og þróun vínsins. Riserva-vín eru yfirleitt framleidd e í betri árum og úr besta hluta ekranna.


Einkenni vínsins:

Þrúga: 100% Nebbiolo
Gróðursett: 1993, 1999 og 2002
Uppruni þrúgna: Bricco – hæsta og sólríkasta svæði Costa di Bussia

Litur & lykt: Granat-rautt með appelsínugulum blæ. Ilmur er þróaður og flókinn – með svokölluðum tertíerum tónum sem myndast við langt geymsluferli: svartur pipar, vanillustangir og rabarbari.

Bragð: Mjúk en ákveðin tannín. Vel uppbyggt vín með löngu og þróuðu eftirbragði sem endurspeglar þroska og árgang.

Pörun með mat:

Tilvalið með hægelduðu eða grilluðu kjöti og vel þroskuðum ostum. Þetta er vín sem fær að njóta sín best með mat – en einnig sem hugleiðingarvín eitt og sér.

 

Verðlaun:

  • 94 points James Suckling 2023
  • 94 points Decanter 2022
  • 93 points James Suckling annata 2015
  • 90 points Wine Enthusiast annata 2015
  • 91 points Falstaff annata 2015
  • 89 points Robert Parker annata 2015
  • 92 points James Suckling annata 2013
  • 90 points Wine Enthusiast annata 2013
  • 95 points Decanter annata 2011
View full details