Costa di Bussia
Barbera d'Alba DOC – 3L Jeroboam 2022
Barbera d'Alba DOC – 3L Jeroboam 2022
Barbera d'Alba DOC – 3 lítra
Stórflaska, stór karakter.
Þessi 3 lítra útgáfa af Barbera d'Alba er fullkomin fyrir veislur, matarboð og tilefni þar sem góðu víni má gefa meiri sviðsljós. Sama frískandi og kryddaða vínið – nú í stærri umbúðum sem halda ferskleikanum og gera enn meira úr upplifuninni. Mjög hentugt til að deila með góðum hópi – eða einfaldlega geyma og njóta yfir lengri tíma.
Líflegt og kryddað vín með karakter frá Piemonte
Barbera d'Alba DOC frá Costa di Bussia – Tenuta Arnulfo er líflegt rauðvín úr 100% Barbera-þrúgum sem vaxa í vesturhlíðum á ekrum gróðursettum á árunum 2006–2007. Jarðvegurinn er meðalfrjósamur, þar sem leir blandast við sandstein og skapar kjöraðstæður fyrir þrúguna til að tjá sinn einstaka karakter. Vínið hefur fengið 6 mánaða þroskun í eikartunnum sem bætir við fínlegum kryddtónum.
Einkenni vínsins:
Litur & lykt: Glæsilegur rubínrauður litur. Áberandi ilmur af villijarðaberjasultu og hvítum pipar, með léttum kryddkeim frá eikartunnuþroskuninni.
Bragð: Frískandi og líflegt með þægilegum sýrum og blæbrigðaríku kryddbragði. Vel samsett og skemmtilegt vín með góðu jafnvægi.
Eftirbragð: Stutt til meðal-langt eftirbragð með ferskum og ávaxtaríkum tónum.
Pörun með mat:
Tilvalið með ítölsku salami, grilluðu kjöti og meðalþroskuðum ostum. Léttari Barbera með fínan sjarma sem hentar vel bæði í daglegri notkun og sem matarvín.
Verðlaun:
- 92 points Decanter 2022
- 92 points James Suckling annata 2019
- 89 points guida Veronelli annata 2017
- 3 stars Vini Buoni d’Italia annata 2017
Share
